MacBook Viðgerðir

 

Fartölvur gera þér kleift að stunda vinnu þína hvar sem er en vandamál geta komið upp í þeim. Sem betur fer bjóða tölvusérfræðingarnir okkar hjá IcePhone nú upp á fartölvu og MacBook viðgerðir.

Fartölvu og MacBook Viðgerðir:

 • Skjáviðgerðir
 • Lyklaborðs skipti
 • Biluð rafhlaða (heldur ekki hleðslu)
 • Tjónamat
 • Harðadiska skipti og uppfærslur
 • Gagnabjörgun
 • Íhlutaprófanir
 • Uppfærslur á vinnsluminni
 • Stýrikerfis vandamál
 • Vírushreinsun

Ferlið okkar:

Tölvan fer í greiningu við komu þar sem tæknimaður fer yfir tölvuna. Því næst fer tölvan í ítarlegri bilanagreiningu og svo er haft samband við þig áður en nokkuð er gert og kostnaðaráætlun gefin upp. Við segjum þér frá kostnaði og áætluðum tíma viðgerðarinnar þá veist þú við hverju er að búast. Ekkert skoðunargjald.

Fartölvu skjáviðgerðir

Eru línur í skjánum, dökk mynd eða er hann einfaldlega brotinn? Sem betur fer getum við hjá IcePhone komið skjánum þínum í lag. Kannaðu málið hjá okkur áður en þú ferð að kaupa nýja fartölvu.

Stýrikerfis vandamál:

Mjög algengt er að upp komi vandamál í stýrikerfi tölvunnar þannig að hún ræsir sig ekki eðlilega, frýs eða upp kemur bláskjár með villumeldingum. Slíkar villur geta orsakast af mörgum ástæðum. Oft tengist vandamálið hugbúnaði tölvunnar en stundum liggur vandamálið í vélbúnaði til dæmis biluðu vinnsluminni. Sama hvar vandamálið liggur þá geta tölvusérfræðingar okkur greint það og komið tölvunni í lag.

Rafhlöðu/Hleðslu vandamál:

Þarf fartölvan þín sífellt að vera tengd hleðslutæki til að hægt sé að nota hana? Eða er hleðslutækið sjálft að valda þér vandamálum? Við getum aðstoðað! Komdu með tölvuna og hleðslutækið til okkar og við kippum málinu í lag fyrir þig.

Lyklaborðs umskipti fyrir fartölvur:

Lyklaborð verða fyrir miklu álagi í daglegri notkun. Litlir hreyfanlegir hlutir gefa sig eins og t.d. lyklarnir festast niðri eða skrifa ekkert. Komdu með tölvuna til tölvusérfræðinganna okkar og við getum skipt út gamla lyklaborðinu.

  Nafn*

  Netfang*

  Erindi

  Skilaboð*